Um okkur

Stofnendur Heiðaspors, innflytjanda Sportman´s pride fóðursins eru þeir Lárus E. Eggertsson og Sigurður Arnet Vilhjálmsson. 

Báðir eru með algjöra hundadellu og eiga það meðal annars sameiginlegt að eiga Strýhærða Vorsteh hunda og hafa mikinn áhuga á veiði.

Lárus hefur verið innan um hunda alla sína ævi, en hóf sitt hundaævintýri árið 2007 á Strýhærðu Vorsteh tíkinni Yrju. Hún varð svo til þess að hann stóð að innflutningi af tveim Strýhærðum Vorsteh hundum í viðbót, þeim Mads frá Danmörku og  Mjöll frá Noregi. 

Sigurður Arnet hefur átt hinar ýmsu tegundir hunda, en á í dag tíkina Heru, Strýhærðan Vorsteh. Sigurður hefur stundað veiði síðan hann var ungur og eykst áhuginn með hverju árinu! 

Lárus og Sigurður stunda mikið veiði saman á önd og gæs og nota hunda sína til aðstoðar með frábærum árangri. Þeir fóðra alla sína hunda á Sportman´s pride! 

Þeir voru í vandræðum með að finna fóður og fóðurlínu sem hentuðu sínum hundum, þar sem hundurinn þarf mismikla orku og næringu eftir árstíðum og vinnu. Norskur veiðiprofsdómari benti þeim Lárusi og Sigurði á Sportman´s pride fóðrið og hugmyndafræðina bak við það og í kjölfarið fóru þeir í þá vinnu sem það kostar að koma fóðrinu á markað hér á landi. Eftir að hafa prófað fóðrið og olíurnar sjálfir á eigin hundum og sáu að það virkaði vel, feldurinn gjörbreyttist, aukin vellíðan og orka í veiðiprófum, ákváðu þeir að byrja að selja fóðrið svo fleiri gætu notið. 

Í dag hefur Sportman´s pride notendum fjölgað til muna og er mikil ánægja með vörurnar! En vörurnar eru allar úr náttúrulegum afurðum, hægeldað í lengri tíma (en ekki snögghitað) og gert aðallega úr þýskum hráefnum. 

 

 

Heiðaspor EHF, Eyravegi 23, 800 Selfossi. 666-9700 , heidaspor@uniq.is.

Kennitala : 510815-0330

Reikningsnúmer: 0537-26-510815