Sportman's pride Fóðrið
Hvað gerir fóðrið fyrir hundinn þinn?
Orkuinnihald er mismunandi eftir tegundum fóðurs - upplýsingar um hverja vöru fyrir sig eru undir vörunni á vefversluninni.
Orkan í fóðrinu kemur aðallega frá auðmeltanlegu prótíni og fitu. Sem viðbót eru kolvetnin líka orka.
Fóðurskammtar eiga ekki endilega að fara eftir þyngd hunds/kattar þar sem lítið samræmi er oft þar á milli.
-
Hundar með þykkan feld brenna meira en hundar með lítinn feld
-
Hundar sem búa úti þurfa að borða meira en þeir sem búa inni
-
Það er mismunandi milli einstaklinga hversu hröð brennsla þeirra er og hversu mikið þeir þurfa
-
Sumar tegundir eru orkumeiri en aðrar og þurfa því meira fóður.
Dagleg þörf er þess vegna mjög misjöfn en yfirleitt má miða við 11-18 grömm á hvert kíló hunds en best er að þreifa hundinn og meta hversu mikið hann raunverulega þarf til þess að komast í eða halda sér í góðu formi.
Hundar í mikilli hreyfingu eða á veiðum þurfa meiri orku. Sem dæmi má taka að orkuþörf hunds á veiðum er tvisvar sinnum meiri en þegar hann er í hvíld. Duglegur vinnuhundur sem vinnur nokkra klukkutíma í senn nokkrum sinnum í viku tekur orkuna sína uþb ⅔ úr fitu, ¼ frá próteini og afgang úr kolvetnum.
Prótein
Próteinin í UniQ koma aðallega úr fisk og kjúkling. Prótein eru uppbyggingarefni og eru nauðsynleg til þess að byggja upp ónæmiskerfi, byggja upp vöðva, húðfrumur, hárvöxt o.s.frv. Próteini er hægt að brenna og byggja upp sem fituforða. Í próteininu eru einnig nauðsynlegar amínosýrur fyrir hundinn.
22 amínósýrur eru nauðsynlegar fyrir hunda. Þar af geta hundar gert 12 sjálfir, hinar 12 verða þeir að fá í gegnum matarræði sitt. Með því að velja bæði kjúkling og fisk sem próteingjafa tryggjum við að allar nauðsynlegu amínósýrurnar séu í fóðrinu. Við veljum sérstaklega fisk og kjúkling þar sem líffræðilegt gildi þeirra er hærra en í öðrum vörum eins og t.d. úr nauti og svínum (e. Biological value er notað til þess að merkja hversu auðvelt það er fyrir hunda að melta og nýta próteinin úr sérstökum próteingjöfum)
-
Egg 100
-
Fiskur 92
-
Kjúklingur 88
-
Nauta- og svínakjöt 78 (er ekki notað í UniQ)
-
Sojabaunaprótein 67 (er ekki notað í UniQ)
Fita
Fitusýrurnar í UniQ koma frá grænmetisolíum og fisk og inniheldur fóðrið fjölómettaðar fitusýrur.
Fita er það sem veitir mestu orkuna í efnaskiptum. Fita er orka í hnitmiðuðu formi. Omega fitusýrur eru nauðsynlegar á sama tíma og fjölómettaðar fitusýrur.
Omega 3 kemur úr fisk og Omega 6 kemur úr korni. Olían í fóðrinu kemur svo úr sojabaunum en þær innihalda hátt hlutfall af fjölómettuðum fitusýrum sem eru mikilvægar fyrir húð og feld (fitu og sveigjanleika).
Sumar fitur getur hundurinn útvegað sér sjálfur, aðrar verða að vera viðbættar (nauðsynlega). Í UniQ hefur þessum nauðsynlegu fitum verið bætt við.
Fita er viðkvæm og getur verið þránuð. Það þýðir að það er nauðsynlegt að bæta við andoxunarefnum. Í UniQ er E-vítamín notað sem andoxunarefni. E-vítamín er náttúrulegt andoxunarefni. Ljós og raki hafa verstu áhrifin á geymsluþol vegna fitunnar í fóðrinu. Þessvegna er mikilvægt að gefa alltaf ferska og nýja skammta (ekki láta fóðrið standa allan daginn í skálunum) .
Hrátrefjar (Crude fibre)
Hrátrefjar eru óleysanlegar og þjóna þær þeim tilgangi að draga í sig vatn og tryggja góða fyllingu í ristlinum. Trefjar hafa áhrif á gegnumstreymi matar í gegnum magann.
Hráaska (Crude ash)
Hlutfall hráösku er hversu mikil steinefnablanda er í matnum.
Kolvetni
Kolvetni veita orku og hjálpa þörmunum að vinna. Kolvetni eru að finna í leysanlegu og óleysanlegu formi. Kolvetni eru oft tilgreind sem NFE (nitrogen free extract), hráaska og hrátrefjar. Leysanleg kolvetni finnast í korni og maís. Að hve miklu leyti þau nýtast og meltast veltur á meðferð fóðursins fyrir og á meðan framleiðslu stendur. Í UniQ eru hráefnin hituð a.m.k tvisvar, fyrst meðan blöndunin er gerð og svo þegar fóðrið er bakað. Það er mikilvægt að hundurinn hafi ensím til að brjóta niður kolvetnin.
Steinefni - kalsíum: fosfór hlutfall
Öll steinefni eru reiknuð.
Steinefni eru aðeins um 0,7% af líkama hundsins, en steinefnin vinna saman með vítamínum og ensímum.
Macro steinefni: kalsíum, fosfór, magnesíum, natríum og klórið. Innihald kalsíums og fosfórs í fóðrinu eru um 100g. Kalsíum og fosfórus er reiknað og aðlagað með tilliti til hvors annars. Því ættir þú ekki að bæta meira af þessum steinefnum við fóðrið. Kalsíum og fosfór spila saman og ef hlutföllin eru ekki í jafnvægi getur það valdið vandræðum í beinakerfi hundsins.
Of hátt innihald fosfórs getur einnig valdið nýrnaskemmdum. Ef hundar eru aðeins fóðraðir á kjöti munu þeir mynda umfram fosfór.
Micro steinefni: kopar, mangan, kóbalt, zink, joð, járn og selen. Selen er viðbætt og vinnur saman með E-vítamíninu og ákveðnum ensímum. Zink er ómissandi steinefni en zink skort má sjá t.d. á feldi hundsins. Kalsíum getur bundið zink en of mikið kalsíum getur einnig valdið skorti á zinki. Fiskur inniheldur gott magn af zinki.
Vítamín
Öll vítamín eru viðbætt.
A, D og E vítamín eru fituleysanleg. Þau eru geymd og byggð upp í líkamanum.
C og B vítamín eru vatnsleysanleg og eru geymd í litlum einingum í líkamanum.
-
Vítamín A - Nátturleg uppspretta A vítamíns eru lifur, olía úr fiskilifur, grænmeti og mjólkurvörur. A vítamín gegnir mikilvægu hlutverki þegar kemur að sjón, efnaskiptum, beinagrind, tönnum og æxlun. A vítamín eru fituleysanleg og geymast því í lifrinni. Of mikið A vítamín mun draga kalk úr beinunum.
-
Vítamín C - Það er ekki viðbætt C vítamín í UniQ þar sem hundurinn getur framleitt eigið C vítamin í lifrinni.
-
Vítamín D - Náttúruleg uppspretta eru sól, olía úr fiskilifur og mjólkurvörur. D vítamín gegnir mikilvægu hlutverki í stjórnun á kalsíum-fosfór hlutfalli. Þess vegna hefur vítamínið áhrif á beinmyndun, tauga og vöðvastjórnun. Merki um D-vítamín skort eru beinkröm og lélegur vöxtur fullorðinstanna.
-
Vítamín E - Er viðbætt í UniQ fóðrinu og er náttúrulegt rotvarnarefni. Náttúrulegar uppsprettur eru kaldpressaðar olíur, kjöt og hnetur. Vítamínið er fituleysanlegt og er geymt í lifrinni. Vítamínið tekur virkan þátt í flestum efnaskiptum líkamans. Merki um skort eru t.d. veikt ónæmiskerfi, vandamál á sjónhimnu og vandamál tengd meðgöngu.
B vítamín - samanstendur af eftirfarandi:
-
B1 - þíamín. Einkenni skorts: lystarleysi, minnkuð viðbrögð og taugastjórn.
-
B2 - ríbóflaínv. Einkenni skorts: lystarleysi, þyngd og niðurgangur.
-
B6 - pýridoxín. Einkenni skorts: blóðleysi, húðvandamál, lélegur vöxtur.
-
B12 -cobalamin. Einkenni skorts: vandamál í blóði.
-
D - Pantóþensýra. Einkenni skorts: hárlos, niðurgangur.
-
Níasin. Einkenni skorts: skortur á matarlyst og þyngd, bólginn gómur.
-
Bíótín. Einkenni skorts: slæmur feldur, þurr húð og niðurgangur.
-
Fólinsýra. Einkenni skorts: vandamál beinmerg og blóði.