Fyrir móður og hvolp
30% prótein
18% fita
Gott og heilbrigt líf hunds byrjar strax í móðurkvið tíkarinnar. Þegar hvolpar byrja á spena fá þeir alla þá næringu sem þeir þurfa úr mjólkinni, þess vegna er mikilvægt að tíkin hafi nóg fyrir sig sjálfa auk þess að hafa nóg að gefa nýfæddum hvolpum sínum. Fljótlega byrja hvolparnir svo að borða sjálfir eigin mat og skiptir sú fóðrun öllu máli fyrir heilbrigða og samfellda þróun hvolpanna.
Sem viðbót fyrir þann stuðning, ást og umhyggju sem þú veitir hvolpafullri tík þinni og seinna nýfæddum hvolpum, þurfa bæði móðir og hvolpar næringarríkt matarræði með nóg af próteini og steinefnum. Við tryggjum það með Nordic Gold - Freja.
Freja er próteinríkt og steinefnaríkt fóður, sérstaklega aðlagað fyrir uppvöxt hvolpa. Hvolparnir stækka hvorki of hratt né of hægt, og kemur það í veg fyrir vandamál í liðum og fylgikvillum seinna á lífsleiðinni. Einnig inniheldur Freja sérstakar jurtir sem uppfylla og styðja við þarfir hvolpa og ungra hunda. Til lengri tíma hafa þurrkaðar norrænar jurtir sérstaklega jákvæð áhrif á meltingu og ónæmiskerfi.
Innihald: Fiskur úr norðursjó (ríkur í omega 3 og 6 fitusýrum), auðmeltanlegur kjúklingur, epli, baunir, trefjar frá rófum, hafrar, kartöflur og gulrætur, kaldpressuð lífræn rape-seed olía frá danmörku, lífrænar jurtir frá eigin ræktun (síkóríurætur, valhumall, echinacea, steinselja, oregano, rose hip, refasmári og mjólkurþistla fræ. Náttúrulegt glúkósamín frá grænum kræklingum.